Félagsstarf

Félagsstarf haust 2019

Skapandi handverk og spjall

 ,,Skapandi handverk og spjall“ opið hús fyrir konur sem greinst hafa með 

krabbamein kl 13-16.

Hægt að koma með handverk og fá leiðsögn ef þarf eða einfaldlega koma í góðan félagsskap.

Halldóra Björg Sævarsdóttir (Dóra) greindist með krabbamein árið 2011 og ákvað í framhaldi af því að gerast sjálfboðaliði hjá KAON og byrjaði með hópastarf fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein þar sem áherslan var lögð á skapandi handverk í góðum félagskap. Þetta hópastarf hefur gengið gríðarlega vel og er enn fastur liður hjá félaginu alla fimmtudaga kl.13-16 hvort sem konur koma með handverk eða ekki, margar mæta einfaldlega til að njóta félagsskaparins og kaffisopans.

Dóra starfar í dag sem framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Það þarf ekki að skrá sig heldur er nóg að mæta.

 

 

Karlahittingur

Opið hús fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein.

Karlahópurinn hittist alltaf á laugardögum kl 13:30.

Það þarf ekki að skrá sig heldur er nóg að mæta.

Heitt á könnunni. Brynjólfur Ingvarsson læknir og sjálfboðaliði hjá KAON er maður með víðtæka reynslu en hann fékk sjálfur illkynja sjúkdóm árið 2014 og fór í geislameðferð það sama ár.

Brynjólfur og Ólafur Ólafsson hófu hópastarf hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis árið 2015 fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein og hefur Brynjólfur haldið utan um þann hóp síðan.

Sarfið byrjar 14.september.

 

Leshópur 

Einu sinni í mánuði í húsnæði KAON, Glerárgötu 34, 2.hæð. 

Dagsetningar auglýstar síðar. 

 

Námskeið og stakir tímar nánar auglýstir í dagatali og á facebook síðu félagsins.