Námskeið og viðburðir

Hvað er í boði hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis vorið 2019

Norðan-Kraftur

Stuðningshópur fyrir ungt fólk (45 ára og yngri) sem greinst hefur með krabbamein, óháð því hvaða meðferð var gefin vegna sjúkdómsins, hvort meðferð sé lokið eða hvenær meðferð lauk. Norðan-Kraftur er samstarfsverkefni KAON og Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Hópurinn er starfræktur á Akureyri. Norðan-Kraftur mun hittast annan hvern þriðjudag í vetur, annarsvegar kl.12.00 í hádegisspjall og hins vegar kl 17:00 og þá mun vera streymi frá fræðslukvöldum Krafts í Reykjavík. Fræðslan er öllum opin en hádegishittingarnir eru eingöngu ætlaðir þeim sem greinst hafa með krabbamein. 

 

Eirberg

Katrín Ösp sér um þjónustu Eirbergs með gervibrjóst, brjóstahaldara og ermar.

Tímapantanir í síma 461-1470 eða katrin@krabb.is

 

Skapandi handverk

Skapandi handverk og spjall fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein.

Fimmtudaga kl.13:00-16:00.

Halldóra Björg Sævarsdóttir, textílkennari og framkvæmdarstjóri KAON leiðir þennan hóp. 

 

Karlahittingur

Opið hús fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein.

Laugardaga kl.13:30.

Brynjólfur Ingvarsson, leiðir þennan hóp.

 

Út í lífið, karlmenn - frammhald

Námskeið fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein og eru að ljúka eða hafa nýlega lokið meðferð. Fræðsla og umræður um lífið eftir krabbameinsmeðferð. 

Leiðbeinendur: Regína Ólafsdóttir sálfræðingur og Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur.

 

Yoga með Arnbjörgu

Yoga með Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur verður í sal KAON á miðvikudögum kl.10:00 .

Heimasíða Arnbjargar er https://www.omurakureyri.com/ 

 

Aðstandendur

Umsjón: Regína Ólafsdóttir, sálfræðingur, Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir og Katrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Opnir hádegistímar. Fræðsla, umræða og stuðningur fyrir aðstandendur. 

Hefst 29.janúar kl.12:00-13:00.

Léttar veitingar í boði.

 

Leshópur

Magna iðjuþjálfi stýrir leshóp einu sinni í mánuði. Dagsetningar auglýstar síðar á heimasíðu og facebook.

 

Hreyfing - heilsa - vellíðan á Bjargi, Bugðusíðu 1

Fyrir einstaklinga sem eru í eða hafa lokið meðferð við krabbameini.

Áhersla á að byggja upp líkamlega heilsu, unnið með styrk, þol og jafnvægi.

Beiðni frá lækni eða almenn beiðni í sjúkraþjálfun gildir.

Mánudagar  kl.10:00 – 10:50

Föstudagar kl.9:30-10:25

 

Vatnsleikfimi í innilaug Akureyrarsundlaugar

Vatnsleikfimi í innilaug Akureyarsundlaugar fyrir krabbameinsgreinda.

Sigrún Jónsdóttir -  sjúkraþjálfari sér um tímana.

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Sigrúnu Jónsdóttur sjúkraþjálfara í síma 862-2434 eða á netfanginu bjorkinheilsa@gmail.com

A.t.h. það er ekki skylda að skrá sig fyrir fyrsta tíma, það er nóg að mæta og fá nánari upplýsingar hjá Sigrúnu.

Mánudagar og miðvikudagar kl.15:15 -16:15.

 

Á döfinni í vetur en ekki komin dagsetning: