Bleiki dagurinn

Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 11. október 2019. Þann dag hvetjum við alla landsmenn til að sýna stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í tengslum við fjáröflunarátakið okkar Bleiku slaufuna. Dagurinn er tilvalið tækifæri fyrir hópa eða vinnustaði til að efla liðsanda og leggja góðu málefni lið.

Í tilefni dagsins munum við birta innsendar myndir hér á síðunni og hvetjum alla til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is - nú eða birta myndir á sínum samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #bleikaslaufan.

Þau fyrirtæki sem vilja styrkja Bleiku slaufuna geta nálgast ýmsar skemmtilegar hugmyndir hér: https://www.bleikaslaufan.is/leggdu-okkur-lid/fyrirtaekjastyrkir