Starfsmenn

 

Ég heiti Halldóra Björg Sævarsdóttir, er textílkennari með mastersgráðu 
í List- og verkmenntun og framkvæmdastjóri KAON í 100% stöðu.  

Gerðist sjálfboðaliði hjá félaginu haustið 2013 og í framhaldi af 
þeirri vinnu vann ég mastersverkefnið mitt árið 2014 um
"Gildi skapandi handverks fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein" .  

Ég er gift og á 3 börn.  Greindist með brjóstakrabbamein 2011.

Netfang: dora@krabb.is

 

 

Ég heiti Regína Ólafsdóttir og er klínískur sálfræðingur.

Ég útskrifaðist frá Árósarháskóla árið 2007.

Eftir útskrift starfaði ég á vefrænum deildum Landspítala og þá aðallega á krabbameinsdeildum.

Einnig hef ég starfað á barna- og unglingageðdeild Landspítala og göngudeild geðdeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Þegar ég starfaði á Landspítalanum var ég á tímabili í áfallateymi spítalans og á tímabili í hlutastarfi hjá Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Einnig hef ég lokið tveggja ára diplóma námi í hugrænni atferlismeðferð.

Í september árið 2018 fékk ég sérfræðileyfi í klínískri sálfræði. Ég er gift og á tvær dætur.​ 

Netfang: reginaola@krabb.is

 

Ég heiti Katrín Ösp Jónsdóttir og ég kláraði hjúkrunarfræði vorið 2012 frá Háskólanum á Akureyri auk þess sem ég hef

lokið 96 ECTS einingum í sálfræði og tekið einn áfanga á meistarastigi sem heitir Krabbamein og líknarmeðferð.

Sem hjúkrunarfræðingur hef ég unnið á gjörgæsludeild, við öldrunarhjúkrun og við krabbameinshjúkrun.

Ég tók þátt í innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á SAk og lauk námskeiði í fjölskylduhjúkrun, Family Nursing Externship workshop, október 2018.

Ég hef mikinn áhuga á kynheilbrigði og hef gert mörg verkefni í tengslum við frjósemis- og kynlífsvanda í kjölfar veikinda.Starf mitt hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis er í stöðugri þróun en ég tek á móti einstaklingum,

pörum og fjölskyldum auk þess sem ég stýri hópum ásamt Regínu Ólafsdóttur.

Ég er gift Valdemar Pálssyni og á þrjár dætur sem heita Ólöf Alda, Hrafnhildur Jana og Sandra Marý.

Netfang: katrin@krabb.is

 

Ég heiti María Rut Dýrfjörð og er grafískur hönnuður með diplómu í alþjóðlegri markaðsfræði. Ég starfa sem markaðs- og móttökustjóri hjá KAON.
Eiginmaður minn er Halldór Elfar Hauksson og eigum við tvær dætur. 

Netfang: mariarut@krabb.is