Saga félagsins

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis var stofnað 21. nóvember 1952. Starfssvæðið er frá Siglufirði í vestri og austur að Stóru Tjörnum í Fnjóskadal.  Félagsmenn eru í dag um 1.600 talsins.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis flutti í nýtt leiguhúsnæði í september 2018, að Glerárgötu 34 á Akureyri.
Árið 2021 flutti Heilsu og Sálfræðiþjónustan til okkar og deilir félagið húsnæði með þeim.

Helstu tekjur félagsins, fyrir utan rekstarstyrk og verkefnastyrk frá Krabbameinsfélaginu  sem gerir okkur kleift m.a. að halda námskeið fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur, eru félagsgjöldin og styrkir sem félaginu berast frá félagasamtökum og einstaklingum. Sú velvild og stuðningur sem þessir fjölmörgu aðilar sýna okkur er ómetanlegur og gerir okkur kleift að styðja á margvíslegan hátt við bakið á þeim íbúum á okkar félagssvæði sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra. Öllum þessum aðilum færum við innilegar þakkir. Án þessa stuðnings væri þetta ekki mögulegt.