Styrkja starfið

Það er hægt að leggja okkur lið á margan hátt

Starf Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja, auk þess sem félaginu er úthlutað styrk úr Velunnarasjóð Krabbameinsfélagsins á ári hverju. Með því að leggja okkur lið gerir þú okkur kleift að styðja við fólk með krabbamein og aðstandendur í þeirra heimabyggð. Félagið veitir bæði stuðning og ráðgjöf auk þess að vera með öflugt félagsstarf og námskeiðsframboð. Þá sinnir félagið fræðslu- og forvarnarstarfi með fyrirlestrum, árvekniátökum og málþingum. Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis er á almannaheillaskrá Skattsins og geta einstaklingar því fengið skattafrádrátt, hér er hægt að lesa um það betur. 

Þú getur lagt félaginu lið með eftirfarandi hætti: 

 

Frjáls framlög

Við erum með styrktarreikning sem hægt er að leggja inn frjáls framlög:

Rn: 0302-22-002474

Kt: 520281-0109

 

Leggðu okkur lið - Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Félagsaðild

Með því að gerast félagi í Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrkir þú beint þá frábæru þjónustu sem félagið veitir þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra. Það er mikilvægt að íbúar landsbyggðarinnar eigi félag sem aðstoðar þegar á þarf að halda og því þökkum við öllum þeim sem vilja leggja okkur lið. Félagsgjaldið er 4.500,- kr. á ári.

Gerast félagsmaður 

 

Bakhjarl 

Við leitum eftir bakhjörlum sem vilja leggja okkur lið með reglulegu fjárframlagi. Framlög stór sem smá hjálpa okkur að styrkja starfsemina til framtíðar og renna styrkum stoðum undir þá frábæru þjónustu sem félagið veitir krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra. Við hvetjum alla þá sem vilja styrkja félagið með þessum hætti að hafa samband í gegnum kaon@krabb.is

Einnig er hægt að styrkja félagið með beinni millifærslu inn á reikning:  Rn: 0302-22-002474 Kt: 520281-0109

 

Styrkt af velunnurum Krabbameinsfélagsins

Velunnarar Krabbameinsfélagsins

Árlega er útdeilt úr Velunnarasjóð til aðildafélaga Krabbameinsfélagsins og getur Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis sótt þar um styrk. Velunnarar eru ómetanlegt bakland Krabbameinsfélagsins allan ársins hring.Velunnarar Krabbameinsfélagsins eru þeir sem kjósa að styðja við baráttuna gegn krabbameini með mánaðarlegu framlagi og styrkja þannig rannsóknir, fræðslu og forvarnir og endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðning til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.

Kynntu þér framlag Velunnara HÉR

 

 
Minningarkort 

Minningarkort til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis

Það er hlý og falleg hefð að minnast þeirra sem kveðja með því að senda aðstandendum minningarkort. Hægt er að nálgast minningarkort til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennnis í Blómabúð Akureyrar, Penninn/Eymundsson og SR Byggingavörur á Siglufirði. Einnig er hægt að versla kort hjá þjónustumiðstöð félagsins að Glerárgötu 34, annari hæð eða með því að hringja í síma 461-1470, starfsmaður útbýr þá kortið og sendir með pósti.

Minningarkort má nálgast rafrænt hjá Krabbameinsfélagi Íslands í gegnum þennan link. Þar er hægt að velja það aðildafélag sem viðkomandi vill styrkja, kortið er sent samdægurs eða fyrsta virka dag eftir pöntun.

 

Erfðagjöf  

Að ráðstafa erfðafé til góðgerðarfélags að lífshlaupi loknu er valkostur sem er í boði fyrir okkur öll. Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hvetur þá sem íhuga slíka gjöf að kynna sér fyrirkomulag og gildi erfðagjafa inn á www.erfdagjafir.is. Það er félaginu mikilvægt að fara vel með hvern þann styrk sem veittur er og þökkum við þeim sem hugsa svo hlýlega til okkar.