Um okkur

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis var stofnað 21.nóvember 1952. Starfssvæðið er frá Siglufirði í vestri og austur að Stóru Tjörnum í Fnjóskadal.

Félagsmenn eru nú 1.466 og eru þeir mikilvægasta stoðin í starfseminni. Árgjaldið er 4.500 krónur á ári.

Helstu verkefni er stuðningur og fræðsla við einstaklinga með krabbamein og aðstandendur þeirra ásamt námskeiðum og viðburðum.

Skrifstofan er í leiguhúsnæði að Glerárgötu 34 - 2.hæð á Akureyri. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga 10:00-16:00.

Framkvæmdarstjóri félagsins er Halldóra Björg Sævarsdóttir. Auk hennar starfa þær Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Regína Ólafsdóttir sálfræðingur og Eva Björg Óskarsdóttir grafískur hönnuður, hjá félaginu ásamt nokkrum sjálfboðaliðum.