Fræðsla

 

Krabbameinsleit á Akureyri

Á Akureyri fer skimum fyrir krabbameini í brjóstum og legháls fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri, gengið er inn um slysadeildarinngang. Þær konur sem hafa fengið boðun í skimun geta pantað tíma í síma Heilsugæslunnar 432-4600 alla virka daga kl. 13:00-16:00.

Sjá nánar inn á vef Heilbrigðisstofunar norðurlands: https://www.hsn.is/akureyri/krabbameinsleit

Allar konur á aldrinum 23-65 ára er boðið með bréfi frá Krabbameinsfélagi Íslands í leghálsskoðun á þriggja ára fresti. Allar konur á aldrinum 40-69 ára er boðið í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti

 

Fræðsla inn á vef Krabbameinsfélagsins

Krabbamein frá A-Ö

Til eru yfir 100 tegundir af krabbameinum. Krabbamein geta myndast í öllum líffærum eða vefjum líkamans. Hér er krabbameinum raðað eftir því í hvaða líffæri eða vef þau myndast í.

Heilbrigt líf sem forvörn

Engar töfralausnir eru til sem uppskrift að heilbrigðu lífi. En til eru viðurkenndar leiðir til að auka lífsgæði með því að sinna grunnþörfunum fjórum sem eru næring, hreyfing, svefn og hugrækt. Krabbameinsfélagið hefur tekið saman hagnýt ráð er varða heilsuna hér.

Miðlar Krabbameinsfélagsins

Krabbameinsfélagið heldur úti fjölbreyttum miðlum þar sem hægt er að fræðast um krabbamein, forvarnir, ransóknir, heilbrigt líð og líðan. Hér er hægt að skoða fræðslupistla, hlaðvarp, vefvarp og streymi frá félaginu.

Einkenni krabbameina

Mikilvægt er að veita athygli þeim merkjum sem líkaminn kann að gefa um að heilsunni sé hætta búin. Viss einkenni vekja grun um krabbamein þó að vissulega geti þau einnig verið til marks um meinlausari kvilla. Hægt er að lesa sér til um einkenni krabbameina hér