Námskeið og hópastarf

Hádegisfræðsla - Liggur niðri vegna covid-19

Í hádeginu á miðvikudögum er opið hús hjá félaginu þar sem boðið er upp á hagnýta fræðslu fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Í viðburðadagatalinu er hægt að skoða hvaða fyrirlestrar eru framundan. Hádegisfræðslan er kl. 12:00-13:00 og opin öllum án endurgjalds, skráning óþörf - bara mæta.

 

Hópastarf - Liggur niðri vegna covid-19

Skapandi handverk og spjall - konur
Á fimmtudögum kl. 13:00-16:00 er opið hús fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein. Konurnar koma gjarnan með handverk en margar mæta einfaldlega til þess að njóta félagsskaparins og kaffisopans. Það þarf ekki að skrá sig heldur er nóg að mæta.

Á hverri önn eru haldin nokkur námskeið fyrir hópinn sem eru valkvæð en krefjast skráningar. Hægt er að sjá námskeið sem eru framundan inn á viðburðardagatalinu, auk þess sem þau eru auglýst á facebook síðu félagsins. 

Kátir Karlar
Á laugardögum kl. 13:30 er opið hús fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein. Umsjón með hópnum hefur Brynjólfur Ingvarsson, læknir og sjálfboðaliði hjá félaginu. Heitt er á könnunni og vel er tekið á móti nýliðum. Það þarf ekki að skrá sig heldur er nóg að mæta.

Leshópur
Leshópur hittist einu sinni í mánuði undir leiðsögn Margrétar Baldursdóttur og ræðir þá bók sem er verið að lesa. Ef þú hefur áhuga á að mæta í leshóp getur þú haft samband í síma 461-1470 til að fá að vita hvaða bók er verið að lesa hverju sinni. 

Dagsetningar eru auglýstar á facebook síðu félagsins og á viðburðardagatalinu. 

 

Námskeið 

Félagið heldur námskeið á vor- og haustönn fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Framboð miðar af eftirspurn og þörf þeirra sem sækja þjónustu hjá félaginu. Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðin, en þau eru auglýst á vef félagsins, í viðburðadagatali og á facebook síðu félagsins. 

Námskeið sem félagið býður reglulega upp á eru m.a.:

  • Barnanámskeið - börn sem aðstandendur 
  • Ekkjur og ekklar 
  • Út í lífið - hagnýt ráð og lífslyklar fyrir krabbameinsgreinda
  • Nánd og samskipti - námskeið fyrir hjón og sambýlisfólk þar sem farið er yfir mikilvægi nándar og góðra samskipta í sambandi á erfiðum tíma.