Námskeið og hópastarf
Hópastarf
Skapandi handverk og spjall - konur
Hópurinn hittist annanhvorn fimmtudag kl.13:30 á Kaffihúsinu í Menningarhúsinu Hofi, 2. hæð.
Konurnar koma gjarnan með handverk en margar mæta einfaldlega til þess að njóta félagsskaparins og kaffisopans.
Það þarf ekki að skrá sig heldur er nóg að mæta.
Sjálfboðaliði leiðir hópinn, nýjir félagar velkomnir! Kaffi og spjall í góðum félagsskap.
Hópurinn hefst 11. september 2025
Kátir Karlar
Hópurinn hittist á laugardögum frá kl.13:00-15:00 í húsnæði Ferðafélags Akureyrar að Strandgötu 23.
Það þarf ekki að skrá sig heldur er nóg að mæta.
Sjálfboðaliði leiðir hópinn, nýjir félagar velkomnir!
Kaffi og spjall í góðum félagsskap.
Hópurinn fer í sumarfrí 10. maí fram í september!
Jafningjastuðningur fyrir karlmenn
Hittingur fyrir karlmenn sem eru með krabbamein eða hafa nýlega lokið meðferð.
Hópurinn mun hittast tvisvar sinnum í mánuði á skrifstofu félagsins, Glerárgötu 34, kl. 16:15.
Fyrsti hittingur er þriðjudaginn 12. ágúst 2025.
Tækifæri fyrir karlmenn til að hittast og spjalla.
Umsjónaraðilar:Snæbjörn Ómar Guðjónsson sérfræðingur í geðhjúkrun og Marta Kristín verkefnastjóri KAON.
Þeir sem hafa áhuga á að mæta í hópinn þurfa að hafa samband við skrifstofu félagsins með því að senda póst á kaon@krabb.is eða hringja í síma 461-1470.
Jafningjastuðningur fyrir konur
Nýr hópur fyrir konur sem eru með krabbamein eða hafa lokið meðferð á seinustu mánuðum.
Hópurinn mun hittast tvisvar sinnum í mánuði á skrifstofu félagsins, Glerárgötu 34, kl. 16:15.
Fyrsti hittingur er fimmtudaginn 21. ágúst og hvetjum við allar sem hafa áhuga á að taka þátt til að mæta.
Tækifæri fyrir konur til að hittast og spjalla.
Umsjónaraðilar: Hulda Sædís hjúkrunarfræðingur PhD. og ráðgjafi Krabbameinsfélagsins og Marta Kristín verkefnastjóri KAON.
Þær sem hafa áhuga á að mæta í hópinn þurfa að hafa samband við skrifstofu félagsins með því að senda póst á kaon@krabb.is eða hringja í síma 461-1470.
Leshópur
Leshópur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis hittist fyrsta miðvikudag hvers mánaðar, kl.10:30 á skrifstofu félagsins.
Margrét Baldursdóttir sjálfboðaliði stýrir hópnum.
Facebook síða hópsins: https://www.facebook.com/groups/772243669878124
Það þarf ekki að skrá sig í hópinn og nóg er bara að mæta og taka þátt. Tekið er vel á móti nýjum meðlimum. Bækur, spjall & kaffi.
Næstu hittingar eru:
Námskeið
Félagið heldur námskeið á vor- og haustönn fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Framboð miðar af eftirspurn og þörf þeirra sem sækja þjónustu hjá félaginu. Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðin, en þau eru auglýst á vef félagsins, í viðburðadagatali og á facebook síðu félagsins.
Fjarnámskeið: Bjargráð við kvíða
Hvernig má koma auga á streituviðbrögð og langvarandi kvíða? Hagnýt bjargráð til að takast á við kvíða og streitu í daglegu lífi.
Flestir upplifa kvíða á einhverjum tímapunkti í tengslum við krabbameinsgreiningu, krabbameinsmeðferð eða eftirfylgni. Kvíði er í sjálfu sér ekki hættulegur, en honum geta fylgt ýmis óþægileg einkenni. Námskeiðið er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum.
Námskeiðið er í tveimur hlutum, miðvikudagana 20. og 27. ágúst kl. 13:00 – 14:30 og er fjarnámskeið.
Leiðbeinandi er Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krabbameinsfélagsins.
Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.