Námskeið og hópastarf

Hópastarf 

Skapandi handverk og spjall - konur
Á fimmtudögum kl. 13:30-15:30 er opið hús fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein. Konurnar koma gjarnan með handverk en margar mæta einfaldlega til þess að njóta félagsskaparins og kaffisopans. 

Á hverri önn eru haldin nokkur námskeið fyrir hópinn sem eru valkvæð en krefjast einni skráningar. Hægt er að sjá námskeið sem eru framundan inn á viðburðardagatalinu, auk þess sem þau eru auglýst á facebook síðu félagsins. 

Kátir Karlar
Á laugardögum kl. 13:30 er opið hús fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein. Umsjón með hópnum hefur Brynjólfur Ingvarsson, læknir og sjálfboðaliði hjá félaginu. Heitt er á könnunni og vel er tekið á móti nýliðum. 

Leshópur
Leshópur hittist einu sinni í mánuði undir leiðsögn Margrétar Baldursdóttur og ræðir þá bók sem er verið að lesa. Ef þú hefur áhuga á að mæta í leshóp getur þú haft samband í síma 461-1470 til að fá að vita hvaða bók er verið að lesa hverju sinni. 

Dagsetningar eru auglýstar á facebook síðu félagsins og á viðburðardagatalinu. 

 

Námskeið 

Félagið heldur námskeið á vor- og haustönn fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Framboð miðar af eftirspurn og þörf þeirra sem sækja þjónustu hjá félaginu. Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðin, en þau eru auglýst á vef félagsins, í viðburðadagatali og á facebook síðu félagsins.