Lög félagssins

Lög Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis (KAON).

 

1. gr. - Nafn og skilgreining.

Félagið heitir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.

Heimili þess og varnarþing er á Akureyri.

Félagið er aðildarfélag í Krabbameinsfélagi Íslands.

 

2. gr. - Tilgangur.

Tilgangur félagsins er að styðja og efla í hvívetna baráttu gegn krabbameini. Þessum tilgangi hyggst félagið m.a. ná með því að:

 

 1. Stuðla að þekkingu almennings og heilbrigðisstarfsfólks um krabbamein og krabbameinsvarnir.
 2. Styðja framfarir í meðferð krabbameina og umönnun krabbameinssjúkra og aðstandenda þeirra.
 3. Beita sér fyrir leit að krabbameini á byrjunarstigi.

 

3. gr. – Félagar og styrktaraðilar

Félagar og/eða styrktaraðilar geta orðið einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir, sem þess æskja og greiða tilskilin gjöld til félagsins.

 

4.gr. – Stjórnun.

Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum aðalfundar, sem haldinn skal fyrir 15. maí ár  hvert. Boða skal til hans með auglýsingu í fjölmiðlum og /eða bréflega með a.m.k. viku fyrirvara. Fundurinn er lögmætur ef lölega er til hans boðað.

 

Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

 1. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin.
 2. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
 3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
 4. Lagabreytingar
 5. Stjórnarkjör
 6. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga til eins árs í senn, og tveir til vara.
 7. Árgjald ákveðið.
 8. Önnur mál

Atkvæðisrétt á aðalfundi auk stjórnar, hafa allir sem greitt hafa árgjald síðast liðins árs til félagsins.

Stjórn félagsins hefur æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda.

Stjórn félagsins er skipuð níu mönnum.  Formaður skal kosin sérstaklega til tveggja ára í senn. Árlega skal kjósa fjóra meðstjórnendur til tveggja ára.  Jafnan skulu sitja í stjórn a.m.k. þrír fulltrúar frá nærsveitum Akureyrar.   Endurkjósa má stjórnarmenn, en að jafnaði skal miðað við að stjórnarmenn sitji eigi lengur er fimm kjörtímabil í senn. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund kýs stjórnin úr sínum hópi varaformann, gjaldkera og ritara.

Formaður boðar til stjórnarfunda að jafnaði mánaðarlega. Stjórnarfund skal kalla saman ef fjórir stjórnarmenn eða fleiri óska þess.

Stjórnin kýs fulltrúa á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands.

           

5.gr. Rekstur.

Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra sem ber ábyrgð á rekstri félagsins gagnvart stjórninni, samkvæmt starfslýsingu.

 

6.gr. Lagabreytingar

Tillögur um lagabreytingar skulu berast formanni minnst tíu dögum fyrir aðalfund.  Til breytinga á lögum félagsins þarf 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi.

 

7.gr. Félagsslit

Til að leggja félagið niður þarf samþykki tveggja aðalfunda í röð og félagsslitin samþykkt með a.m.k. 3/4 greiddra atkvæða. Verði félagið lagt niður skulu eignir þess renna til Krabbameinsfélags Íslands.

           

8.gr. Ársreikningar

Reikningsár félagsins er almanaksárið.

 

Samþykkt á aðalfundi KAON 7. maí 2012.