Stjórn og starfsmenn
- 14 stk.
- 09.10.2016
Þorbjörg Ingvadóttir og Jóhanna Júlíusdóttir hafa unnið gríðarlega gott starf í þágu félagsins. Félagið þakkar þeim vel unnin störf, það var skemmtilegt kvöld haldið af þessu tilefni þann 4.október þar sem nýir og eldri starfsmenn og stjórnarmeðlimir komu saman og áttu góða stund. Halldóra Björg Sævarsdóttir er þar með orðinn framkvæmdastjóri KAON og Katrín Ösp var ráðin inn sem hjúkrunarfræðingur félagsins. Sigrún Jónsdóttir sjúkraþjálfari starfar einnig áfram fyrir félagið.
Skoða myndirKrabbameinsfélag Akureyar og nágrennis vill þakka öllum þeim sem komu og fögnuðu með okkur á bleika opnunardaginn hjá okkur í nýja húsnæðinu að Glerárgötu 34, á föstudaginn 12. október. Nýja húsnæðið var vígt og haldið upp á bleika daginn, á annað hundrað gestir mættu og áttu notalega stund með okkur. Formaður félagsins Guðrún Dóra Clark hélt tölu og var Halldóra Björg framkvæmdarstjóri heiðruð með gjöf fyrir vel unnin frumkvöðla störf í þágu félagsins ásamt því að Árni hjá Raftákn fékk þakklætis vott fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur í húsnæðismálum. Tónlistarfólkið Björn Reynisson og Hafdís spiluðu nokkur hugljúf lög og Hildur Ingólfs hélt ræðu um handverkshópinn góða. Nemendur frá tónlistarskóla Akureyrar sáu svo um að flytja okkur nokkur lög á fiðlur. Bakaríið við brúna sá um bakkelsi, Ölgerðin og Kaffibrennslan um drykki. Þetta var yndisleg stund og frábært að sjá hversu margir sáu sér fært um að mæta og eiga þessa stund með okkur, okkur er þakklæti efst í huga og við hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni í nýju húsnæði.
Skoða myndirKrabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis bauð til málþings fimmtudaginn 14. mars 2019 undir yfirskriftinni: Karlmenn og krabbamein. Markmið málþingsins var að fræða karlmenn um algeng einkenni krabbameina og er hluti af vitundarvakningu um krabbamein hjá karlmönnum. Málþingið – dagskrá Karlakór Akureyrar – Geysir. Opnunarávarp - Starfsmenn KAON. Ásthildur Sturludóttir - Bæjarstjóri Akureyrar. Krabbamein í karlmönnum, einkenni - Eiríkur Jónsson, þvagfæraskurðlæknir. Reynslusaga - Ingimar Jónsson. Breytingar á sjálfsmynd karlmanna í veikindum - Dr. Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur hjá KÍ. Karlaklefinn - Guðmundur Pálsson, vefstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Fyrirspurnir og umræður. Karlakór Akureyrar – Geysir. Fundarstjóri: Friðbjörn Reynir Sigurðsson, Lyf- og krabbameinslæknir. Ljósmyndasýningin Meiri Menn, sem unnin var í tengslumi við Mottumars, var til sýnis á málþinginu. Þeir sem að málþinginu komu eru Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, Krabbameinsfélag Íslands, Norðurorka, N4, Akureyrarstofa, JMJ Herradeild. Ljósmyndir: Auðunn Níelsson.
Skoða myndirMálþingið Karlar og krabbamein var haldið í Hofi þann 5. mars og er hluti af dagskrá Hrútsins, árveknisátaki Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Skoða myndirAlls safnaðist um milljón krónur í tengslum við árvekniátakið Hrúturinn auk þess sem málstaðnum var ger góð skil í veglegri dagskrá.
Skoða myndirElías færði okkur gjöfina í minningu bróður síns, Sigurðar Óskarssonar, og mágs síns, Guðmundar Hermannssonar, sem báðir létust úr krabbameini í blóma lífsins. Framlagið mun félagið nýta til þess að veita þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu.
Skoða myndir