Sjúkrahótel og íbúðir í Rvk.

Krabbameinsgreindir sem þurfa að sækja meðferðir til Reykjavíkur eiga kost á því að dvelja annaðhvort á sjúkrahóteli eða íbúðum á vegum Krabbameinsfélags Íslands.

Íbúðir Krabbameinsfélags Íslands

Íbúðir Krabbameinsfélags Íslands eru átta og allar staðsettar á Rauðarárstíg 33 í Reykjavík. Þær eru ætlaðar fyrir sjúklinga og aðstandendur meðan á meðferð stendur. Landspítalinn annast rekstur og úthlutun íbúðanna.

  • Leiga fyrir íbúðirnar er 2.200 kr. á sólarhring. 

Sótt er um afnot af íbúðunum á móttöku Geisladeildar Landspítalans sími 543-6800. Nánari upplýsingar um íbúðirnar má finna hér.

 

Sjúkrahótel

Sjúkrahótel Landspítala er staðsett á lóð Landspítala Hringbraut í Reykjavík.

  • Gjald fyrir gistingu á sjúkrahótelinu er 1.696 kr. á sólahring og 6.097 kr. fyrir aðstandendur. Innifalið er fullt fæði.

Læknir/hjúkrunarfræðingur gerir beiðni um gistingu og þarf hún að vera tilbúin áður en gisting er bókuð. Nánari upplýsingar um sjúkrahótelið má finna hér.

 

Endurgreiðsla

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis tekur þátt í að niðurgreiða kostnað á íbúðum og dvöl á sjúkrahóteli sem einstaklingar af okkar félagssvæði þurfa að dvelja í Reykjavík á meðan krabbameinsmeðferð stendur. Félagið gerir kröfu um að viðkomandi sé félagsmaður í Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis til að sækja um endurgreiðslu.

  • Félagið endurgreiðir að hámarki 100.000 krónur á ári.

 

Til að fá endurgreiðslu þarf að:

  1. Vera félagsmaður hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis, árgjald er 4.500 krónur á ári. Hægt er að gerast félagsmaður hér.
  2. Greiða reikninginn.
  3. Skila inn frumriti af reikningnum, ásamt kennitölu og reikningsnúmeri á kaon@krabb.is

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband í síma: 461-1470 eða á kaon@krabb.is.

 

*Uppfært 5. janúar 2024