Íbúðir í RVK

Gisting fyrir einstaklinga utan af landi er niðurgreidd á meðan á krabbameinsmeðferð stendur.

Íbúðir Krabbameinsfélags Íslands eru átta og allar staðsettar á Rauðarárstíg 33 í Reykjavík. Þær eru ætlaðar fyrir sjúklinga og aðstandendur meðan á meðferð stendur. Landspítalinn annast rekstur og úthlutun íbúðanna. Leiga fyrir íbúðirnar er 2.200 kr. á sólarhring. Sum verkalýðsfélög greiða fyrir dvöl félagsmanna sinna í íbúðunum. Einnig styrkir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis einstaklinga af sínu félagssvæði. Landspítalinn sendir reikning heim til sjúklings fyrir dvölina í íbúðunum og getur viðkomandi komið með reikninginn til okkar og við aðstoðum við að greiða hann.

Sótt er um afnot af íbúðunum á móttöku Geisladeildar Landspítalans sími 543 6800.

Krabbameinsfélag Íslands á þessar átta íbúðir með öðrum félagasamtökum. (Rauða kross Íslands og Hússjóðs Öryrkjabandalagsins).

Nánari upplýsingar um íbúðirnar má finna með því að smella hér.