Eirberg

Eirberg - þjónusta með gervibrjóst, undirföt og ermar fyrir sogæðabjúg

 

Eirberg þjónusta, Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis

Konur sem hafa farið í brjóstnám eða fleigskurð geta pantað tíma hjá Eirberg í þjónustumiðstöð Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Hjúkrunarfræðingur tekur á móti konunum, veitir ráðgjöf og mælir fyrir gervibrjóstum og ermum til að meðhöndla sogæðabjúg. Aðstaðan er til fyrirmyndar með hjólastólaaðgengi, rúmgóðu viðtalsherbergi og mátunarklefa. 

Tímabókanir eru í síma 461-1470, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00, eða með því að senda tölvupóst á kaon@krabb.is.