Frítt í Skógarböðin

Frítt í Skógarböðin

Miðvikudaginn 17. september ætla Skógarböðin að bjóða einstaklingum sem eru í þjónustu hjá okkur frítt í böðin. Þeir sem geta nýtt sér boðið eru einstaklingar sem eru með krabbamein eða hafa lokið meðferð á seinustu mánuðum. Boðsmiðarnir gilda fyrir einstaklinginn + einn aðstandanda en fleiri miðar verða í boði fyrir barnafjölskyldur.

Hvenær: 17. september, Skógarböðin eru opin frá kl. 10:00-23:30

Hvar: Skógarböðunum

Skráning: Til að fá boðsmiða þarf að skrá sig hér eða hafa samband við félagið

 

Félagið þakkar Skógarböðunum kærlega fyrir stuðninginn, hann skiptir máli!