Starfar þú með einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein?

Starfar þú með einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein?

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis bíður heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem vinna náið með einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein upp á Yoga nidra tíma hjá Sjálfsrækt. Yoga nidra er djúpslökun þar sem kennari leiðir iðkendur í hugleiðsluferðalag og legið er á dýnum.

 

Tvær dagsetningar:

Miðvikudagurinn, 10. september kl. 19:00 - 20:00. Skráning hér.

Mánudagurinn, 15. september kl. 12:00 - 13:00. Skráning hér. 

 

Hvar: Sjálfsrækt, Brekkugata 3.

Aðstaða: Sjálfsrækt er með fallegan sal með góðum dýnum og púðum svo það ætti að fara vel um alla. Gott er að mæta í þægilegum fatnaði.

 

Ekkert þátttökugjald.

 

Við hvetjum ykkur til að gefa ykkur tíma fyrir ykkur sjálf og mæta í góða slökun.