5 ára afmæli - ,,Skapandi handverk og spjall“

Í gær þann 17. október varð Handverkshópurinn ,,Skapandi handverk og spjall“ 5 ára.

Halldóra Björg Sævarsdóttir (Dóra), framkvæmdarstjóri félagsins, greindist sjálf með krabbamein árið 2011 og ákvað í framhaldi af því að gerast sjálfboðaliði hjá KAON og byrjaði með hópastarf fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein þar sem áherslan var lögð á skapandi handverk í góðum félagskap.

Þetta hópastarf hefur gengið gríðarlega vel og er enn fastur liður hjá félaginu alla fimmtudaga kl.13-16, hvort sem konur koma með handverk eða ekki, margar mæta einfaldlega til að njóta félagsskaparins og kaffisopans.

Hópurinn hélt upp á afmælið í dag, í vikulegum hitting og gæddi sér á glæsilegri bleikri köku, kaffi og notalegu spjalli.