Aðalfundur 2021

Aðalfundur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis verður haldinn mánudaginn 15. mars 2021 kl.18:00.

Fundurinn verður haldinn í þjónustumiðstöð félagsins, Glerárgötu 34, annari hæð.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Atkvæðisrétt á aðalfundi, auk stjórnar, hafa allir þeir sem greitt hafa árgjald síðastliðins starfsárs til félagsins.

Vegna fjöldatakmarkana er ekki hægt að hafa fundinn opinn fyrir alla félagsmenn og því biðjum við félagsmenn sem hafa áhuga á að mæta að senda skilaboð á kaon@krabb.is eða hringja í síma: 461-1470. Einnig má senda tölvupóst með ábendingum sem hægt er að taka fyrir á fundinum.

Stjórn félagsins vantar öfluga liðsfélaga og biðjum við áhugasama um að senda tölvupóst á kaon@krabb.is fyrir 1.mars. Látið fylgja með stutta kynningu og hvers vegna viðkomandi hefur áhuga á að ganga í stjórn. Stjórn félagsins hvetur sérstaklega fólk frá nærsveitum Akureyrar til að hafa samband.

 

Með bestu kveðju, stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.