Aðalfundur KAON var haldinn þriðjudaginn 23. apríl 2019

Aðalfundur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis var haldinn þriðjudaginn 23. apríl 2019 kl. 20:00 í húsnæði KAON.

Dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Ásamt því að sex gengu úr stjórn og sex nýjir komu inn í þeirra stað.

Úr stjórn gengu Friðrik Vagn Guðjónsson varaformaður, Lára Betty Harðardóttir ritari, Dóróthea Jónsdóttir gjaldkeri, Anna Ólafsdóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir meðstjórnandi og Ólöf Elfa Leifsdóttir meðstjórnandi.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis þakkar þeim kærlega fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina.

Sex nýjir einstaklingar buðu sig fram í stjórn, það eru þau Sigríður Þorsteinsdóttir varaformaður, Marta Kristín Jónsdóttir ritari, Elva Sigurðardóttir meðstjórnandi, Jenný Valdimarsdóttir meðstjórnandi, Védís Birgisdóttir gjaldkeri og Jóna Arnórsdóttir meðstjórnandi.

Bjóðum við þau hjartanlega velkomin og óskum þeim velfarnaðar í starfi.

 

Fráfarandi stjórn. Frá vinstri Dóróthea Jónsdóttir gjaldkeri, Friðrik Vagn Guðjónsson varaformaður og Anna Ólafsdóttir meðstjórnandi.