Áhrif veikinda á fjölskyldur, fyrirlestur fyrir aðstandendur
Áhrif veikinda á fjölskyldur, fyrirlestur fyrir aðstandendur
Fimmtudaginn 13. febrúar ætlar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis að bjóða upp á fyrirlestur og umræður um áhrif veikinda á fjölskyldur með Snæbirni.
Fyrirlestur: Áhrif veikinda á fjölskyldur - Snæbjörn Ómar Guðjónsson, sérfræðingur í geðhjúkrun.
Hvenær: 13. Febrúar, kl.17:00-18:30
Hvar: Amtsbóksafnið
Skráning: Til þess að áætla fjölda þarf að skrá sig hér: https://forms.office.com/e/8ATj7yYL0P
Einnig er hægt að senda póst á kaon@krabb.is eða hringja í síma 461-1470.
Léttar veitingar, Þátttaka ókeypis og öll velkomin. Við hvetjum sérstaklega aðstandendur til að mæta!
Við hlökkum til að sjá sem flesta.
Fyrirlesturinn er styrktur af Velunnurum Krabbameinsfélagsins.
„Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfar krabbameinsgreiningar hjá ástvini sínum. Það er misjafnt hvernig við bregðumst við og tökumst á við erfiða atburði á borð við alvarleg veikindi ástvinar og algengt að hugsanir og tilfinningar af ýmsum toga geri vart við sig.“