Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – 4.febrúar

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er í dag, 4. febrúar. 

Tilgangur dagsins er að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir krabbameinum og hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferðar gegn krabbameinum.

Slagorð alþjóðlegu herferðarinnar er: „Ég er... og ég ætla...“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið til að vinna gegn krabbameinum.

https://www.worldcancerday.org/

 

Krabbameinsfélagið hvetur fók til að vera meðvitað og þekkja einkenni krabbameina.

Mikilvægt er að veita athygli þeim merkjum sem líkaminn kann að gefa um að heilsunni sé hætta búin. Viss einkenni vekja grun um krabbamein þó að vissulega geti þau einnig verið til marks um meinlausari kvilla.

Inn á heimasíðu Krabbameinsfélagsins má sjá lista yfir helstu einkenni sem bent geta til krabbameins.

MUNDU! Þrátt fyrir einkenni er ekki víst að um krabbamein sé að ræða.

Ertu með einkenni?