Bleik skóhorn – Blikkrás

Fyrirtækið Blikkrás framleiðir löng skóhorn úr pólýhúðuðu stáli í mörgum litum.

Í Bleikum október seldi Blikkrás bleik skóhorn og af hverju seldu skóhorni runnu 2000 krónur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Núna í október seldust 113 bleik horn og mætti starfsmaður frá Blikkrás til okkar í Glerárgötuna og færði okkur ágóðann af sölunni 226 þúsund krónur.

Við hjá KAON erum ótrúlega þakklát fyrir fyrir þetta framlag og þökkum kærlega fyrir okkur.

 

Það er um að gera að kíkja við í Blikkrás eða inn á blikkras.is og fjárfesta í vönduðu skóhorni.