Bleikt boð hjá KAON - Takk fyrir komuna

Bleikt boð hjá KAON

Fimmtudaginn 10.október hélt Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis Bleikt boð í tilefni af Bleikum október.

Húsið opnaði kl.13:00 og kom fjöldi fólks í hús.

Bakaríið við Brúna og Ölgerðin sáu um glæsilegar veitingar handa gestunum.

Regína og Katrín starfsmenn KAON buðu gesti velkomna og kynntu félagið.

Tvenn tónlistar atriði voru flutt, Hafdís Þorbjörnsdóttir söng lagið Lífsbókin undir undirspili Björns H.Reynissonar. Einnig kom fram Ríkey Svanfríður Kristínardóttir, hún spilaði nokkur lög á píanó, þar á meðal eitt frumsamið.

Þorgerður Sigurðardóttir í Göngum saman félaginu kom og kynnti starfssemi Göngum saman á Akureyri.

Á sama tíma fór einnig fram námskeiðið Heklað utan um Krukkur undir stjórn Guðrúnar Nunnu.

Við hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis þökkum öllum þeim sem gáfu sér tíma og litu við hjá okkur þennan dag kærlega fyrir komuna og stuðninginn í Bleikum október.

 

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum