Blikkrás afhendir bleikan styrk

Blikkrás seldi bleik skóhorn til styrktar KAON í október og færði félaginu í framhaldi styrk að upphæð 188.000,- kr.

Við búum svo vel að eiga skóhorn frá Blikkrás hér á skrifstofu félagsins og vottum að þau eru listilega gerð hjá þeim! Það gleður okkur að Blikkrás styrki okkur með þessum hætti og taki þátt í að vekja athygli á okkar málstað og starfi. Bestu þakkir fyrir okkur!