Bréf til kvenna um skimanir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagins

Í desember ár hvert fá konur sem verða 23 ára á komandi ári kynningarbréf frá Leitarstöðinni þar sem kynnt er fyrir þeim að skipuleg skimun fyrir leghálskrabbameini hefjist við 23 ára aldur. Á Íslandi býðst konum á aldrinum 23 ára til 65 ára regluleg skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti.

Á sama tíma eru einnig send kynningarbréf til allra kvenna sem verða 40 ára á komandi ári og þeim kynnt fyrirkomulag skipulegrar skimunar fyrir brjóstakrabbameini sem hefst við 40 ára aldur. Konum á Íslandi býðst regluleg skimun fyrir brjóstakrabbameini með brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti til 69 ára aldurs.

Hér, inn á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands má sjá frekari upplýsingar um bréfin. Upplýsingarnar eru bæði á íslensku og ensku.