Breytt fyrirkomulag vegna Covid-19

Kæru vinir, 

Í ljósi aðstæðna hefur stjórn félagsins tekið ákvörðun um að loka þjónustumiðstöð félagsins fram til 23. nóvember. Þeir sem eiga bókað viðtal eða tíma í Eirberg fá símtal frá ráðgjafa með framhaldið. Við munum áfram:

  • Hafa símann opinn og hvetjum við fólk til þess að hringja í okkur með fyrirspurnir. Við erum til staðar mánudaga-fimmtudaga kl. 10:00-16:00 og föstudaga kl. 08:00-12:00, númerið er 461-1470.

  • Bjóða upp á ráðgjöf og stuðning símleiðis eða í gegnum fjarfundarbúnað Kara Connect, til að panta tíma er best að hringja í síma 461-1470 eða senda tölvupóst á katrin@krabb.is 

Viðtöl í gegnum fjarfundabúnað voru kynnt inn á vef Krabbameinsfélagsins, þar kemur eftirfarandi fram: 

Fjarviðtal stendur öllum til boða. Við erum að upplifa skrítna tíma og margir veigra sér við að koma til okkar af þeirri ástæðu, eru í sóttkví eða eiga erfitt með að koma af öðrum ástæðum. Þá er hentugt að þiggja ráðgjöf og stuðning í gegnum fjarfundabúnað á öruggan hátt um það sem þú hefur þörf fyrir að ræða hverju sinni.

Hvernig er gætt að persónuvernd í fjarviðtali?

Allar persónuupplýsingar sem unnar eru af Köru eru verndaðar af GDPR og lögum nr.90/2018, Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, og skyldum reglugerðum og fyrirmælum.

Hvaða búnað þarf til að taka þátt í fjarviðtali?

Tölvu sem er með myndavél og hljóðnema. Við bjóðumst til að aðstoða og leiðbeina einstaklingum við að tengjast í gegnum síma. Mælt er með því að notaður sé Google Chrome vafrinn. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki til að geta skráð sig inn.

Hvernig virkar þetta?

Þú byrjar á að hafa samband símleiðis eða með tölvupósti og pantar tíma. Síðan færð þú sendan tölvupóst frá starfsmanni Ráðgjafarþjónustunnar sem býður þér að skrá þig í fjarfundarbúnað Kara Connect. Nánari leiðbeiningar eru í frétt Krabbameinsfélagsins hér

 

Það er okkar von að sem flestir geti nýtt sér þessa frábæru nýjung og að þið verðið dugleg að heyra í okkur símleiðis. 

Með hlýjum kveðjum, 

Stjórn og starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis