Buðu upp málverk til styrktar félaginu

Efst frá vinstri: Björgvin Kolbeinsson, Jóhanna Bára Þórisdóttir, Harpa Halldórsdóttir.
Miðja frá v…
Efst frá vinstri: Björgvin Kolbeinsson, Jóhanna Bára Þórisdóttir, Harpa Halldórsdóttir.
Miðja frá vinstri: Kristín Hólm, Jón Stefánsson, Barbara Hjálmarsdóttir.
Neðst frá vinstri: Anna María Hjálmarsdóttir, Jónína Sigurðardóttir, Líney Helgadóttir.

Hópurinn Gellur sem mála í bílskúr stóð fyrir málverkauppboði

Hópur, sem kallar sig Gellur sem mála í bílskúr, færði félaginu gjöf að upphæð 100.000 kr. Fjárhæðin er afrakstur málverkauppboðs sem hópurinn stóð fyrir í tilefni af Bleikum Október.

Gellur sem mála í bílskúr á uppruna sinn að rekja til myndlistanáms sem haldið var á vegum Listfræðslunnar í Símey. Þegar námskeiðinu lauk tóku nokkrir nemendur sig saman og héldu áfram að mála í félagsskap hvers annars. Hópurinn hittist að jafnaði einu sinni í viku í bílskúr þar sem þau komu sér upp aðstöðu til að vinna að sinni list, spjalla og fá álit hvert hjá öðru.

Í bréfi frá hópnum ítreka þau þakklæti til bæjarbúa sem tóku vel í uppátækið „við vitum öll að það er mikil þörf fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis sem hefur stutt dyggilega við þá einstaklinga sem hafa þurft og þurfa að berjast við þennan óvelkomna gest sem krabbamein er. Við vonum að félagið geti nýtt þessa fjármuni þó að við vitum að þeir dugi skammt og hvetjum önnur félög og fyrirtæki að bregðast við þessu ákalli“.

Stjórn og starfsmenn félagsins eru ósköp þakklát fyrir þetta frábæra framtak og framlag hópsins.

Fyrir áhugasama þá er hópurinn með facebook síðu https://www.facebook.com/gellursemmala