Cave Canem hönnunarstofa styrkir KAON

Í október styrkti Cave Canem hönnunarstofa, ásamt Ásprent sem prentaði kortin, Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis með sölu á kortum með teikningum af trédúkkum sem þau handmála og bjóða upp á í búð sinni.

Búðina og hönnunarstofuna reka Ingibjörg Berglind og Finnur Dúa, en þessar trédúkkur voru hugarfóstur Dúu, mömmu Finns. Dúa lést úr krabbameini 8.október 2006, hún var mikil handverks kona og hefur nú sonur hennar og tengdadóttir tekið við trédúkkum hennar og haldið áfram að skapa nýja karaktera sem hafa það hlutverk að vekja gleði og friðsæld í kringum sig og minna okkur á fjölbreytileika mannkynsins.

Í tilefni af bleikum október og í minningu Dúu og allra þeirra sem þurft hafa að ganga þessa braut.

Hægt er núna að nálgast kaup á kortunum hjá krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 34. 

Allur ágóði rennur til félagsins.

KAON þakkar kærlega fyrir velvildina.