Covid-19 - tilkynning frá þjónustumiðstöð

Þrátt fyrir alvarleika fréttarinnar þá ákváðum við að bregða á leik og hér sýnir Katrín Ösp, ráðgjaf…
Þrátt fyrir alvarleika fréttarinnar þá ákváðum við að bregða á leik og hér sýnir Katrín Ösp, ráðgjafi og hjúkrunarfræðingur, hve rúmgott viðtalsherbergið okkar er. Auðvelt er að halda fjarlægð í viðtölum og lögð er áhersla á grímunotkun, handþvott og sprittnotkun.

Kæru vinir, nú þegar covid-smitum hefur fjölgað hér fyrir norðan höfum við ákveðið að skerpa á sóttvörnum hjá félaginu. Við biðlum til þeirra sem leita til félagsins að nýta tölvupóst eða síma til þess að bera upp erindi sitt og hafa eftirfarandi í huga við komu í þjónustumiðstöðina: 

  • Finnir þú fyrir kvefeinkennum eða slappleika, ert í sóttkví eða einhver í kringum þig, biðjum við þig um að vera heima og heyra í okkur símleiðis eða í gegnum tölvupóst.
  • Við óskum eftir því að allir sótthreinsi hendur við komuna til okkar, sprittstandur er á veggnum á vinstri hönd þegar komið er inn. 
  • Við biðjum alla gesti að bera grímu við komuna til okkar. 
  • Við biðjum alla þá sem ekki eiga bókaðan tíma að gera boð á undan sér símleiðis.

Áfram verður hlé á hópastarfi, en einstaklingar geta leitað til félagsins eftir ráðgjöf og stuðning:

  • Ráðgjafi er ávallt með grímu í viðtölum 
  • Starfsmenn spritta og loftræsta viðtalsherbergi á milli viðtala 
  • Viðtalsrými er rúmgott og því auðvelt að halda fjarlægð
  • Við bjóðum nú einnig upp á fjarviðtöl í gegnum viðurkennt og einfalt kerfi (Kara Connect) og mælum með að fólk nýti sér þennan möguleika eins og staðan er í dag. Þú færð sendan hlekk í tölvupósti og við það að smella á hann hefst viðtalið við þinn ráðgjafa í mynd. Það eina sem þarf er að finna sér þægilegan stað með tölvu sem hefur myndavél og hljóðnema. Ef þessi leið hentar ekki er líka alltaf hægt að eiga samtal símleiðis.
  • Með tilkomu Kara Connect getur hver sem er óskað eftir viðtali óháð búsetu 

Endilega hafið samand í síma 461-1470 eða í gegnum netfangið kaon@krabb.is - opnunartími þjónustumiðstöðvarinnar er mánudaga - fimmtudaga kl. 10:00-16:00. 

Með bestu kveðju, starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.