Dagskrá haustið 2023

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis veitir fólki sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra fjölbreytta þjónustu.

Félagið býður upp á stuðning og ráðgjöf í formi viðtala, skjólstæðingum að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fræðslu, fjölbreytt námskeið, heilsueflingu, jafningjastuðning í karla- og kvennahópum og ýmsa aðra viðburði.

Eirberg er með aðstöðu í þjónustumiðstöðinni og sér hjúkrunarfræðingur um að aðstoða konur sem hafa farið í fleygskurð eða brjóstnám með ráðleggingar um gervibrjóst, brjóstahaldara og ermar til þess að meðhöndla sogæðabjúg.

Þjónustumiðstöð Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis er opin frá kl.10:00-14:00 mánudaga til fimmtudaga. Viðtöl hjá Ráðgjafa og Eirbergsþjónusta er í boði frá kl.09:00-16:00.

 

Dagskrá haustið 2023

 

September

6. september - 11. október - Yoga nidra hjá Sjálfsrækt, kl.16:30. Fullbókað.

14. september - Skapandi handverk og spjall byrjar. Í húsnæði félagsins kl.16:15.

16. september - Kátir karlar á laugardögum byrjar. Í húsnæði félagsins kl.13:00. Alla laugardaga í september.

26. september - Fjarnámskeið: HAM við svefnleysi, vikulega í fimm skipti á þriðjudögum kl.13:00-14:30. Skráning nauðsynleg. Frekari upplýsingar hér.

26.-27. september - Sálfræðingur frá Ráðgjafarþjónustunni í húsi. Tímabókanir hjá félaginu.

27. september - Pílumót kl.18:00 – 19:30, nánar auglýst síðar. Skráning nauðsynleg.

28. september - Skapandi handverk og spjall. Í húsnæði félagsins kl.16:15.

 

Október

Hópastarf heldur áfram.

4. október - Leshópur. Í húsnæði félagsins kl.10:30.

5.-8. október - Dekurdagar. Kynning á félaginu á Glerártorgi á fimmtudagskvöldið og í Centro á föstudagskvöldið.

7. október - Viðburður á vegum kvennfélagana í Eyjafirði, nánar auglýst síðar.

11. október - Námskeið fyrir einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein. Umsjón: Jenný Valdimarsd. Þrír miðvikudagar: 11., 18., og 25. október kl.10:00-12:15. Skráning nauðsynleg.

11. október - Viðburður á Ólafsfirði, nánar auglýst síðar.

12. október - Skapandi handverk og spjall. Súpa og spjall á Greifanum. Kl.13:00-14:30.

18. október - Yoga nidra hjá Sjálfsrækt, 6 vikna námskeið, miðvikudaga kl.16:30. Skráning nauðsynleg.

19. október - Gígja frá Eirberg með kynningu í húsnæði félagsins, kl.13:00-15:00.

23.-24. október - Félagsfræðingur frá Ráðgjafarþjónustunni í húsi. Tímabókanir hjá félaginu.

26. október - Skapandi handverk og spjall. Í húsnæði félagsins kl.16:15.

 

Nóvember

Hópastarf heldur áfram.

7. nóvember - Áslaug kynfræðingur kemur norður, lausir viðtalstímar fyrir hádegi.

7. nóvember - Áslaug kynfræðingur verður með erindi á Amtbókasafninu fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur kl.16:30.

8. nóvember - Leshópur. Í húsnæði félagsins kl.10:30.

20.-21. nóvember - Ráðgjafi frá Ráðgjafarþjónustunni. Tímabókanir hjá félaginu.

14. nóvember - Kransanámskeið með Ölmu kl.16:00-19:00. Skráning nauðsynleg.

23. nóvember - Skrautritunarnámskeið með Vaivu kl.16:00-19:00. Skráning nauðsynleg.

Enda nóvember - Snyrtinámskeiðið Gott útlit, nánar auglýst síðar.

 

Desember

13. desember - Leshópur. Í húsnæði félagsins kl.10:30.

Jólahittingur - Skapandi handverk og spjall, nánar auglýst síðar.

*Birt með fyrirvara um breytingar.

 

Heilsuefling sem er í boði haustið 2023

 

Hreyfing - heilsa – vellíðan

Endurhæfingarstöðin á Bjargi bíður upp á hópþjálfun fyrir einstaklinga sem eru í eða hafa lokið meðferð við krabbameini.

Frekari upplýsingar hér

 

Vatnsleikfimi

Sigrún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, stýrir vatnsleikfimi fyrir krabbameinsgreinda.

Frekari upplýsingar hér

 

Göngum saman

Gönguhópurinn Göngum saman fer vikulega í léttar göngur með það að markmiði að efla félagsskap og hreyfingu. 

Frekari upplýsingar hér

 

Markþjálfun í samstarfi við Sjálfsrækt

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður upp á markþjálfun fyrir einstaklinga sem eru að byggja sig upp eftir krabbameinsmeðferð og vilja styrkja sjálfa sig.

Frekari upplýsingar hér

 

Allir viðburðir verða auglýstir betur síðar, endilega fylgist með heimasíðunni og hér er hægt að skrá sig á póstlista til að fá allar fréttir sendar.

 

Ekki hika við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar s: 461-1470 eða á kaon@krabb.is