Dagskrá Kótilettukvöldsins og styrktaraðilar

 

Fimmtudaginn 17.mars verður Kótilettukvöldið okkar haldið, það hefur gengið mjög vel að selja miða og eru einungis örfáir miðar eftir.

Viðburðurinn verður haldinn á Vitanum og byrjar kl 18:30, en húsið opnar kl 18.

Miðaverð er að lágmarki 5.000kr

Hægt er að kaupa miða með því að hringja í 461-1470 eða senda email á kaon@krabb.is.

 

Boðið verður upp á Kótilettuveislu og hægt verður að kaupa sér auka drykki á barnum.

Oddur Bjarni verður veislustjóri.

Karlakór Eyjafjarðar tekur nokkur lög.

Maron Björnsson verður með reynslusögu.

Geir Gunnar, næringarfræðingur, verður með fræðsluerindi, nánar um það neðst í greininni.

Happdrætti með glæsilegum vinningum.

Hörður selur vörur úr gamalli mynt til styrktar félaginu.

 

Aðgangsmiðinn er happdrættismiði, en einnig verður hægt að kaupa sér auka miða til að auka vinningslíkurnar á 1.000 kr. 

Við minnum á að við erum ekki með posa, þú getur annað hvort borgað með pening eða millifært.

 

Happdrættisvinningarnir eru glæsilegir!

  • Rakarastofa Akureyrar gaf vörur
  • Bónstöð Jonna gaf þrifavörur og gjafabréf í þvott
  • Marta Kristín býður einkanámskeið í förðun
  • Geosea, sjóböðin á húsavík gefur 2 gjafabréf fyrir 2
  • Sjálfsrækt gaf 3 mánaða kort
  • Hrönn Einars myndlistakona gefur málverk
  • Niceair gefur flugmiða til london fyrir 2
  • Olís gaf bílaþvottavörur
  • Tölvutek gaf 3x raksturssvuntur
  • Eldhaf gaf úr, the bradley timepiece
  • Veiðiríkið gaf 10 þúsund króna gjafabréf
  • Heimilistæki gaf 2 stk boxbollen
  • Lífland gaf hestaábreiðu og múl
  • JMJ gefur skyrtu
  • Icelandair hotels gefur gjafabréf fyrir 2 í brunch og gjafabréf fyrir 2 í þriggja rétta kvöldverð
  • Hlíðarfjall gaf dagspassa fyrir 2
  • Heilsu og Sálfræðiþjónustan gefur námskeið
  • Skíðasvæðið skarðsdal sigurfirði gaf helgarpassa fyrir 5 manna fjölskyldu
  • Hamborgarafabrikkan gaf gjafabréf
  • Útisport gaf hjólaljós

 

Aðrir styrktaraðilar:

  • Innnes
  • Nói Síríus
  • Kaffibrennslan
  • MS
  • Kartöflusalan Þórustöðum
  • kartöflur frá Sílastöðum
  • Kjarnafæði
  • Ölgerðin
  • Matur og mörk
  • Ekran
  • Vitinn
  • Velunnarasjóður
  • Heilbrigðisráðuneytið

 

Við hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis þökkum öllum kærlega fyrir stuðninginn! 



Nánari upplýsingar um fræðsluerindi Geirs Gunnars

Heilbrigður lífsstíll – Máttur matarins

Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur mun halda fræðslu um heilbrigðan lífsstíl og mátt matarins á Kótilettukvöldinu okkar.

Geir Gunnar er næringarfræðingur og einkaþjálfari sem starfar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og einnig á eigin vegum við fræðslu- og ritstörf.

 

Heilsan er okkar dýrmætasta eign en hún gleymist oft í amstri dagins hjá nútímamanninum. 

Hann mun meðal annars fara yfir:

  • Hvað er heilbrigður lífsstíll?
  • Fjóra grunnþætti heilsunnar
  • Máttur matarins í heilsueflingu
  • Hvernig á að versla hollara í matinn?
  • Mikilvægi andlegrar næringar í heilbrigði

 

Hægt er að fylgjast með Geir Gunnari á:
www.heilsugeirinn.is
Heilsugeirinn á Instagram og Facebook
https://www.facebook.com/heilsugeirinn
https://www.instagram.com/heilsugeirinn/