Dalvík – 3. desember

Þekkir þú starfsemi Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis?

Starfsmenn frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis verða í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík þriðjudaginn 3. desember milli kl. 13:00 - 14:30.

Hægt er að mæta til að fá upplýsingar um félagið og hvaða þjónusta er í boði fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Kakó, piparkökur og spjall, allir velkomnir.

Kær kveðja starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis