Dekurdagar 6-9. október 2022

Í dag byrja Dekurdagar formlega á Akureyri. Það er margt skemmtilegt í gangi í bænum og við hvetjum alla til að finna sér eitthvað við sitt hæfi. 

 

Föstudagurinn 7. október

Bleikt partý hjá Centro og Isabellu frá klukkan 20-22. Veglegar veitingar og afslættir í boði. Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis verður á staðnum með kynningarbás. Hægt verður að kynna sér starfsemi félagsins og kaupa bleiku slaufuna. 

 

Laugardagurinn 8. október

Laugardagar eru tilvaldir til að koma hreyfingu og slökun inn í vikuna hjá sér. Sjálfsrækt og Worldclass ætla að hafa styrktartíma fyrir félagið og munum við mæta á staðinn með kynningarbás. 

 

Sjálfsrækt

Tími: Slökun og hugleiðsla

Klukkan: 10-11

Staðsetning: Brekkugata 3

Verð: 1500 krónur sem greiðist í pening. Allur ágóði af innkomu rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis

Bleikur drykkur í boði eftir tímann

Hér er viðburðurinn á Facebook. 

 

World Class

Tími: Zumbapartý með Evu Reykjalín

Skemmtileg og einföld spor í takt við suðræna tónlist og allir geta tekið þátt.  Í þessum tímum er mikið stuð og mikið fjör og hér er hægt að fá útrás fyrir dansgleðina.

Klukkan: 10.35-11.35

Staðsetning: World Class Strandgötu

Verð: Frjáls Framlög sem fara til Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Drykkur frá Ölgerðinni í boði eftir tímann