Endurskinsmerki til sölu

Nú þegar hausta tekur og skammdegið skellur á minnum við alla á að nota endurskinsmerki, jafnt börn sem fullorðna. Í myrkrinu sjáumst við illa og er því notun endurskinsmerkja mjög nauðsynleg.

Við hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis höfum til sölu allskonar skemmtileg endurskinsmerki frá Sænska fyrirtækinu Popomax, það sérhæfir sig í skemmtilegum hágæða endurskinsmerkjum sem standast alla CE-öryggistaðla.

Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:

  • Fremst á ermum

  • Hangandi meðfram hliðum

  • Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum

  • Á skólatöskum eða stígvélum.

 

Verð: 790 krónnur stykkið.

 

Endilega kíkið við hjá okkur í Glerárgötu 34, önnur hæð og nælið ykkur í endurskinsmerki fyrir alla fjölskylduna.

Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl.10:00-16:00!