Bjargráð við kvíða & aðstandendafræðsla

 

Miðvikudaginn 16. nóvember kemur Þorri sálfræðingur frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins til okkar og mun halda tvö erindi:

 

Námskeið: Bjargráð við kvíða

  • Námskeið fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.
  • Á námskeiðinu er lögð áhersla á hvernig koma megi auga á streituviðbrögð og langvarandi kvíða. Auk þess verður farið yfir nokkur hagnýt bjargráð til að takast á við kvíða og streitu í daglegu lífi.
  • Námskeiðið er eitt skipti, klukkan 16:00-19:00.
  • Þátttaka: Það er ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg.
  • Skráning: Hringja í síma 461-1470 eða senda tölvupóst á kaon@krabb.is.

 

Aðstandendafræðsla

  • Fyrirlestur fyrir aðstandendur einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein.
  • Fyrirlesturinn er klukkan: 20:00-22:00.
  • Þátttaka: Það er ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg upp á sætafjölda. 
  • Skráning: Hringja í síma 461-1470 eða senda tölvupóst á kaon@krabb.is.