Félagið selur merkimiða fyrir jólin

Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr í samfélaginu síðastliðnar vikur og erum þakklát fyrir hve margir hafa haft samband, látið sig starfsemina varða og óskað eftir að styrkja þjónustumiðstöðina með einum eða öðrum hætti. Eitt af því sem margir hafa óskað eftir er að geta verslað vöru til styrktar félaginu og til að bregðast við þeim óskum höfum við látið framleiða fyrir okkur jólamerkimiða sem verða til sölu dagana 23. nóvember - 7 desember.

Merkimiðarnir koma 6 saman í pakka sem kostar 1.000 kr. stk. Hönnunin var í höndum markaðsstjóra félagsins, Maríu Rutar Dýrfjörð, og er útkoman látlausir en fallegir miðar sem jafnvel er hægt að nota utan jólahátíðarinnar. Allur ágóði af sölu merkimiðanna rennur í starfsemi félagsins og er það von okkar að við getum gert þetta að árlegri jólahefð.

Til að kaupa merkimiðana biðjum við ykkur um að ýta á hnappinn hér að neðan, fylla út formið sem birtist og leggja inn pöntun. Miðarnir verða keyrðir út innan Akureyrar og bjóðum við þeim sem búa á landsbyggðinni að fá miðana póstsenda gegn vægu gjaldi.

KAUPA MIÐA HÉR

Við sendum ykkur okkar bestu kveðjur inn í aðventuna og vonum að þið eigið ljúfar stundir framundan, 

Með bestu kveðju, stjórn og starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.