Þitt framlag skiptir máli

Kæru félagsmenn. Starf Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis byggir alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja og nú líður að síðasta greiðsludegi félagsgjalda fyrir árið 2019. Hvert framlag skiptir máli og því hvetjum við þá sem hafa tök á að greiða félagsgjaldið að gera það fyrir mánaðarmót, en það er að finna í heimabankanum.

Það er mikilvægt að íbúar landsbyggðarinnar eigi félag sem aðstoði þegar á þarf að halda. Því þökkum við öllum þeim sem leggja okkur lið með því að vera félagar. Árgjaldið er 3.500,- kr, hægt er að gerast félagi með því að klikka hér.

Með fyrirfram þökkum, starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.