STUÐNINGSHÓPUR FYRIR KONUR SEM HAFA GREINST MEÐ KRABBAMEIN

Stuðningshópurinn Skapandi handverk og spjall er hópur fyrir konur sem hafa greinst með krabbamein. Það þarf ekki að skrá sig í hópinn og við hvetjum nýjar konur sérstaklega til að prufa að mæta. Það eru frábærir sjálfboðaliðar sem leiða hópinn áfram og svo verða skemmtilegar uppákomur í vetur. Hópurinn hittist á fimmtudögum kl: 13.30-15.00 og út september er hópurinn að hittast á kaffihúsinu Garún í Hofi og bíður félagið upp á kaffi og tee. Hittingurinn er á 2. hæð en það er lyfta í húsinu. 

 

Konur eru hvattar til að hafa með sér handavinnu.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

* Breyting er á húsnæði fyrir hópastarfið þar sem hópurinn er orðinn of stór miðað við fundarherbergi félagsins. Uppfærsla á frétt verður gerð síðar.