Framlag í minningu bróður og mágs

Hnífurinn góði er listasmíð
Hnífurinn góði er listasmíð

Það eru margir sem hugsa hlýlega til félagsins þessi misserin og á dögunum barst okkur peningagjöf frá Elíasi Erni Óskarssyni. Elías er laginn handverksmaður og smíðaði forláta hníf og bauð upp til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Þessi kostagripur seldist á 100.000 kr. auk þess sem Elías lagði sjálfur til 50.000 kr. og nemur framlagið því alls 150.000 kr.  

Elías færði okkur gjöfina í minningu bróður síns, Sigurðar Óskarssonar, og mágs síns, Guðmundar Hermannssonar, sem báðir létust úr krabbameini í blóma lífsins. Framlagið mun félagið nýta til þess að veita þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu.

Stjórn og starfsmenn félagsins þakka Elíasi hjartanlega fyrir velvildina og hans framlag.