Fyrirlestur og viðtöl - Áslaug kynfræðingur

Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur kemur til okkar.

Hún verður með fyrirlestur 25. nóvember kl. 16:30.  Ýmis atriði geta komið upp í tengslum við kynlíf hjá fólki sem greinst hefur með krabbamein og erindið verður í tengslum við það.

Hún mun líka bjóða upp á para- og kynlífsráðgjöf fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein.   Pör sem og einstaklingar geta nýtt sér ráðgjöfina þeim að kostnaðarlausu.  Tilgangur ráðgjafarinnar er að vinna að bættu kynheilbrigði og takast á við breytingar í kjölfar veikinda

Þú getur bókað tíma með því að senda tölvupóst á kaon@krabb.is eða í síma 461-1470.