Fyrirlestur - Dóróthea Jónsdóttir

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður upp á fyrirlestur mánudaginn 13. desember kl. 20:00 í þjónustumiðstöð félagsins, Glerárgötu 34. 2.hæð.

„Síðbúnar afleiðingar krabbameinslyfjameðferðar“

Dóróthea Jónsdóttir tölvunarfræðingur verður með erindið.

Fjallað verður um síðbúnar afleiðingar af krabbameinslyfjameðferð, en Dóra hefur sjálf reynslu af því að greinast ung með brjóstakrabbamein og lífinu eftir meðferð.

 

Allir velkomnir!

Fyrirlesturinn er kostaður af velunnurum Krabbameinsfélagsins