Fyrirlestur með Snæbirni - Áhrif veikinda á fjölskyldur

Fyrirlestur með Snæbirni - Áhrif veikinda á fjölskyldur

Mánudaginn 6. október ætlar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis að bjóða upp á fyrirlestur og umræður um áhrif veikinda á fjölskyldur með Snæbirni.

Fyrirlestur: Áhrif veikinda á fjölskyldur - Snæbjörn Ómar Guðjónsson, sérfræðingur í geðhjúkrun

Hvenær: 6. október, kl. 17:00-18:30

Hvar: Amtsbóksafnið

Skráning: Til þess að áætla fjölda þarf að skrá sig hér eða hafa samband við félagið

Léttar veitingar, þátttaka ókeypis og öll velkomin. Við hvetjum sérstaklega aðstandendur til að mæta!

Við hlökkum til að sjá sem flesta.

Fyrirlesturinn er styrktur af Velunnurum Krabbameinsfélagsins.