Gæfuspor Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis kynnir skemmtilegt verkefni sem heitir #gæfuspor og snýr að lýðheilsu og sjálfsrækt. Með verkefninu vill félagið vekja athygli á einföldum skrefum sem draga m.a. úr líkum á því að greinast með krabbamein, auk þess að vera heilsubót og létta lund. Gæfusporin geta verið aukin hreyfing, bætt mataræði, að huga að líkama og sál eða kynna sér einkenni krabbameina og hvernig eigi að þreifa eftir meinum í brjóstum og eistum.

Lögð er áhersla á að allir geti tekið þátt á sínum forsendum og með því að bæta til hins betra frá daglegum venjum með litlum gæfusporum sé viðkomandi á réttri leið. Inni á vef félagsins er hægt að kynna sér tillögur að gæfusporum og taka þátt í verkefninu. Sjá nánar hér.

Samhliða verkefninu safnar félagið fé til að styrkja starfsemina sem byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Hægt er að leggja félaginu lið við að standa vörð um krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra með því að hringja í númerin:

907-1010 = 1.000 kr.
907-1030 = 2.000 kr. 
907-1050 = 5.000 kr. 

Númerin eru virk til 28. maí, upphæðin leggst við símreikning þinn og rennur óskipt til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.