Gæfuspor ganga vel!

Fjölmargir hafa tekið þátt og enn er hægt að leggja félaginu lið

Nú er síðasta vika gæfusporanna hafin og gleðjumst við yfir því hve vel hefur verið tekið í framtakið. Við leggjum áherslu á að það er aldrei of seint að skoða eigin venjur og breyta til hins betra með því að taka gæfuspor. Við lögðum upp með fjóra þætti sem er hægt að skoða í eigin lífi, þ.e. matarræði, hreyfing og líkami og sál. Fjórði þátturinn snýr að þekkingu á einkennum krabbameina og leggjum við til að allir taki sér nokkrar mínútur til þess að kanna brjóst eða eistu með sjálfsskoðun. Tillögur að fleiri gæfusporum má finna hér

Samhliða átakinu hefur félagið staðið fyrir söfnun fyrir starfseminni. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er ljóst að tekjur félagsins skerðast töluvert, en starf þess byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Því biðlum við til þeirra sem hafa tök á að styrkja félagið að leggja inn frjáls framlög inn á:

Kennitala: 520281-0109
Reikningsnúmer: 0302-13-301557