Gjafir til SAK

Frá vinstri: Hafdís Sif Hafþórsdóttir meðstjórnandi KAON og starfsmaður lyflækningadeildar, Maron Bj…
Frá vinstri: Hafdís Sif Hafþórsdóttir meðstjórnandi KAON og starfsmaður lyflækningadeildar, Maron Björnsson meðstjórnandi KAON, Þóra Ester Bragadóttir deildarstjóri lyflækningadeildar, Sólveig Hulda Valgeirsdóttir varamaður KAON og aðstoðarforstöðuhjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild og Þórunn Sif Héðinsdóttir ritari KAON.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis afhenti á dögunum Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri fjórar svokallaðar verkjadýnur. Þær eru sérstaklega hannaðar fyrir sjúklinga með verki en reynast einnig vel sem legusáravörn.

„Við höfum hingað til þurft að forgangsraða þeim sem þurfa hvað mest á þessum dýnum að halda þar sem við áttum ekki nógu margar – núna verður þetta auðveldara fyrir okkur,“ segir Ester Þóra Bragadóttir, deildarstjóri lyflækningadeildar.

Á árinu færði félagið einnig Almennu göngudeildinni upplýsingaskjá sem staðsettur er í móttökunni hjá þeim. Á skjánum birtast upplýsingar um starfsemi félagsins og gagnlegar upplýsingar fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Skjárinn er partur af því að auka sýnileika félagsins með von um að sem flestir viti af félaginu og það geti leitað til þess.

Stjórn og starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis þakkar fyrir þá velvild sem félagið nýtur frá samfélaginu og vonar að þessar gjafir eigi eftir að koma að góðum notum á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

 

Stjórn og starfsmenn.

 

Frá vinstri: Hafdís Sif Hafþórsdóttir meðstjórnandi KAON og starfsmaður lyflækningadeildar, Maron Björnsson meðstjórnandi KAON, Þóra Ester Bragadóttir deildarstjóri lyflækningadeildar, Sólveig Hulda Valgeirsdóttir varamaður KAON og aðstoðarforstöðuhjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild og Þórunn Sif Héðinsdóttir ritari KAON.

 

Frá vinstri: Þórunn Sif Héðinsdóttir ritari KAON, Hafdís Sif Hafþórsdóttir meðstjórnandi KAON og starfsmaður lyflækningadeildar, Sigrún Rúnarsdóttir hjúkrunarfræðingur á almennu göngudeildinni og Maron Björnsson meðstjórnandi KAON.