Gjöf í minningu Hólmfríðar Helgadóttur

Marta Kristín tekur við gjöfinni frá Gunnhildi og Bernharð
Marta Kristín tekur við gjöfinni frá Gunnhildi og Bernharð

Gunnhildi Helgadóttur langaði að minnast systur sinnar, Hólmfríðar, sem lést í desember árið 2008 eftir baráttu við brjóstakrabbamein. Hólmfríður hefði orðið 60 ára á þessu ári og ákváðu Gunnhildur og Bernharð, sonur Hólmfríðar, að efna til söfnunnar innan fjölskyldunnar af því tilefni. Söfnunin spurðist út meðal ættingja, vina og skólasystkina Hólmfríðar, en alls safnaðist 500.000 kr. sem þau færðu Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis að gjöf.

Við viljum þakka þeim sem lögðu söfnuninni lið og vonum að þetta komi að góðum notum“, segir Gunnhildur, sem afhenti gjöfina ásamt Bernharð.

Stjórn og starfsmenn Krabbmeinsfélags Akureyrar og nágrennis þakka vinum og ættingjum Hólmfríðar fyrir velvildina og þessa myndarlegu gjöf.

Hólmfríður Helgadóttir

Hólmfríður Helgadóttir