Göngur í samstarfi við Ferðafélag Akureyrar - FRESTAÐ
Göngunum hefur verið frestað!
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í samstarfi við Ferðafélag Akureyrar ætlar að bjóða upp á tvær göngur í maí og júní. Göngurnar eru fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur. Hver ganga er um 2 klukkutímar og boðið upp á hugleiðslu út í náttúrunni og góðan félagskap. Farastjóri frá Ferðafélagi Akureyrar er Þuríður Helga Kristjánsdóttir, jóga- og núvitundarkennari sem hefur verið farastjóri hjá FFA síðan árið 2021.
28. maí – Gönguferð um friðland Dalvíkur/Svarfaðadal
10. Júní – Gönguferð í Vaglaskógi
Mæting er fyrir utan skrifstofu félagsins (að framan) kl. 13 og lagt á stað kl. 13:15 með því að sameinast í bíla.
Til að skrá sig í ferðirnar má senda póst á kaon@krabb.is og taka fram fjölda einstaklinga og símanúmer. Enginn þátttökukostnaður.