Hádegisfyrirlestur 27.október

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður upp á hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 27. október kl. 12:00 í þjónustumiðstöð félagsins, Glerárgötu 34. 2.hæð.

„Síðbúnar afleiðingar krabbameinslyfjameðferðar

Dóróthea Jónsdóttir tölvunarfræðingur verður með erindið.

Fjallað verður um síðbúnar afleiðingar af krabbameinslyfjameðferð, en Dóra hefur sjálf reynslu af því að greinast ung með brjóstakrabbamein og lífinu eftir meðferð.

Boðið verður upp á brauð og salat.

Fyrirlestrinum verður streymt, svo hægt verður að horfa að heiman ef fólk vill það frekar.
Hér er slóðin: https://us02web.zoom.us/j/82665032581?pwd=Y3ZDWnZ3TTlyMzJKUDUweEtpYnkzdz09

Allir velkomnir.

Fyrirlesturinn er styrktur af Heilbrigðisráðuneytinu.