Handverkshópurinn heklar utan um krukkur

Handverkshópur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis hittist eins og vanalega á fimmtudögum.

Í dag fimmtudaginn 15.nóvember var haldið námskeið í að hekla utan um krukku. Guðrún Nunna sá um kennsluna og voru 12 konur skráðar á námskeiðið.

Stelpurnar voru snöggar að ná tækninni og fjölmargar fallegar krukkur voru búnar til.

Fleiri konur mættu, spjölluðu og dunduðu við handavinnu.

Dóra framkvæmdastjóri bjó svo til heitt súkkulaði handa hópnum.

Yndisleg stund í alla staði – takk fyrir komuna allar sem mættu!