Styrkur fyrir heilsueflingarsjóð

Mynd: Halldóra Björg Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri KAON ásamt Helgu Númadóttir og Orra Sigurjónssyn…
Mynd: Halldóra Björg Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri KAON ásamt Helgu Númadóttir og Orra Sigurjónssyni úr stjórn Minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar.
Halldóra Björg Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, tók um helgina við styrk að upphæð einni milljón króna frá Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar. Styrkurinn mun renna í heilsueflingasjóð fyrir skjólstæðinga félagsins.
 
Markmiðið með samstarfinu er að hvetja krabbameinsgreinda til líkamsræktar og til að auka fræðslustarf um heilsurækt fyrir skjólstæðinga félagsins.
 
Við kunnum aðstandendum Baldvins og stjórn sjóðsins bestu þakkir fyrir að hugsa til skjólstæðinga okkar og treysta félaginu fyrir þessu þarfa verkefni.