Heilsuefling byrjar aftur eftir hlé

Okkur langar að benda félögum okkar á að Hreyfing - heilsa - vellíðan á Bjargi er hafið á ný, eins er Göngum saman hópurinn byrjaður á vikulegum göngum.

Vatnsleikfimi fyrir krabbameinsgreinda og Jóga og slökun er ekki byrjað aftur en staðan verður metin á ný 18. febrúar og munum við láta vita þegar þeir tímar hefjast aftur. Eins bendum við á að fylgjast vel með viðburðadagatalinu á heimasíðunni okkar, það má sjá hér.

Hér að neðan má lesa frekari upplýsingar um tímana.

Hreyfing – heilsa – vellíðan

Líkamsrækt á Bjargi þar sem áhersla er lögð á að byggja upp líkamlega heilsu, hentar einstaklingum sem eru í eða hafa lokið meðferð við krabbameini.
Unnið er með styrk, þol og jafnvægi.

Hvar: Bjarg - Bugðusíðu 1. 
Hvenær: þriðjudaga og föstudaga kl.09:00 - 09:50 
Skráning: Beiðni frá lækni eða almenn beiðni í sjúkraþjálfun gildir. Nánar í síma 462-6888.

Göngum saman

Gönguhópurinn Göngum saman fer vikulega í léttar göngur með það að markmiði að efla félagsskap og hreyfingu.  

Hvar: Staðsetning er breytileg - nánar auglýst á facebooksíðu hópsins Þriðjudagshópur GS á Akureyri
Hvenær: Þriðjudaga kl. 17:00. Hófst aftur þriðjudaginn 19. janúar.
Skráning: Engin skráning, bara mæta. 

 

Við viljum að sjálfsögðu minna á sóttvarnir. Finnir þú fyrir kvefeinkennum eða slappleika, ert í sóttkví eða einhver í kringum þig, biðjum við þig um að vera heima.

Endilega hafið samand í síma 461-1470 eða í gegnum netfangið kaon@krabb.is ef það eru einhverjar spurningar - opnunartími þjónustumiðstöðvarinnar er mánudaga - fimmtudaga kl. 10:00-16:00. 

Með bestu kveðju, starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.